miðvikudagur, september 22, 2004

Vá hvað óreglulegur svefn er vondur fyrir mann. Mér er illt í maganum, þreytt og örg.
Stunan er komin í bæinn, einnig komin i vinnu. Þessi póstur á eigi að vera upplífgandi. Enda er ég virkilega Örg! Sögurnar eru hættar að koma til mín. : ( Takk fyrir góðar sögur. Mig langar í allt nýtt, Nýtt hús, ný gömul húsgögn, allt nýtt nema barnið mitt.

Nú er litli púki alveg að verða 4 ára :) og eina sem að er inn í dag er SPIDERMAN. Barnið getur lifað á því í marga daga að eiga spiderman sokka, eða spiderman bol. Mér er illa við spiderman hann fær meiri athygli en ég! Samt hefur púki aldrei séð teiknimynd né bíómynd með spiderman.
Samt er Bósi Ljósár alltaf vinsæll sko, og þá fæ ég að leika með. Hjálpa Bósa að fljúga. :):)

Vetur konungur er á leið í bæinn. Hann hefur gert vart við sig í nefum og lungum íslendinga. Mig langar að hrekja þennan konung á brott, likar hann eigi. Langar samt að fá smá snjó í nokkra daga.. en bara um jólin :)
Jólin já, ég er farin að hugsa til jóla. Á ég að vera hérna heima eða á ég að fara austur til mömmu og pabba ? ætli ég endi ekki á því að vera fyrir austan. Mamma mín var hérna hjá mér í síðustu viku. Hún gaf mér smekklegan bol á honum stendur PORNSTAR og síðan sona mynd framan á . Algjör snilld. I miss my mommy :(

Undur og stórmerki gerðust í gær. ÉG hunskaðist til að hitta Ingunni vinkonu. Hef ekki hitt stúlkuna í háa herrans tíð. Hún er sko snúllan. Næsta takmark er að hitta Ezter. Stórefa að það eigi eftir að ganga vel þar sem að stúlkan er á fullu í skólanum. Hörkukvendi þessi Ezter.

Ég er að spá að fara gera eitthvað. Ég veit ekkert um hvað ég er búin að skrifa og stórefa að einhvur (þar með talin ég) skilji þetta blogg. En mér er ALVEG sama.

Yfir og Út
Villimeyjan