föstudagur, febrúar 25, 2005

Flöskudagur-Vatnsmelónudagur

Jæja þá er þessi yndislegi sólríki fallegi dagur runninn upp...og HELGARFRÍ framundan :)
Planið fyrir helgina er bara að njóta lífsins... Við ætlum að kaupa vodka og STÓRA STÓRA vatnsmelónu og fylla melónuna af VODKA síðan ætlum vér Þ.e Ég og Anna að drekka/eta þetta á flöskudaginn næsta í vinnunni ;) Við erum svoo duglegar. Ég meina við erum að borða/drekka ávöxt.. .múahahah það er árshátíð hjá mér 5. MarZ. Hlakka svooooo til. úbbs.. brjálað að gera...
BrB

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ónýt með móral !

Jáh ég er sko handónýt núna... og með bilaðan móral.. eigi vil ég útlista hvursvegna ég hef hann.. en ég er ÓSOFIN af einhvurjum ástæðum :(
Allt svakalega vandræðalegt í vinnunni einhvurja hluta vegna.. get varla talað sko.
En ég er með aukabörn í dag eftir vinnu ííhaaa svakagaman þegar að ég er svona ónýt :'( En þar sem að ég er svo svakalega góðhjörtuð manneskja að ég get stundum ekki sagt nei.

Ég fékk engin blóm í gær :( þúst allt ónýtt.. æjjj best að fara gera eitthvað og hætta vorkenna sjálfri sér.. skaut mig víst laglega í báða fætur !!!
Kveðja
Meyjan

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Endalaus Pirringur þessa dagana

Jæja.. þessi endalaust heimski forseti... ÉG ÞOLI EKKI að ameríka sé nafli alheims. Þúst það snýst allt um hvað helvítis kaninn vill og gerir og svo framvegis!! ég meina við tökum upp þeirra siði! VALENTÍNUSARDAGUR... like halló bóndadagur og konudagur eru íslenskir ekki sjáum við kanann taka þá siði upp !

Ég meina allur þessi hópur af fólki... og það kýs BUSH sem forseta ég meina HALLÓ er ekkert í hausnum á þeim! Hann er búinn að sýna það og sanna að hann er eingöngu að klára það sem að pabbi hans átti eftir ólokið.
Ég veit ekki afhverju ég er að pirra mig yfir þessu, ég ætla að hætta að spá svona í politik...
ég er farin í kaffi ! ! ! !

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Pirr Pirr Pirr

urrrggle... þarf gamalt fólk að vera svona pirrandi ??? nag nag nag eina sem að ég heyri... suma daga sko :) gaman... ég er einmitt líka að spá hvað hefur orðið af dagbókinni minni... ég er ónýt manneskja án hennar! Allt mitt skipulag unnið fyrir bí... ætli hún liggji ekki bara heima hjá mér!

En INNILEGAR HAMINGJU ÓSKIR fær Eiginkonan fyrir hennar nýja starf :) veit í raun ekkert um hvað það er en hún fær hamingju óskir frá mér þar sem að hún þarf ALDREI ALDREI ALDREI aftur að vinna hjá olíz... jeiijj

Ekkert LÍF!

well well well ég fór lox að hitta Litla brjálaða efnafræðinginn... alveg ótrúlegur dugnaður :) Stoppaði samt stutt... þurfti að fara lúra mér.

Annars er ekkert í fréttum... er að fara á árshátíð... einstaklega spennandi....ég og Áslaug ætlum að vera haugafullar... og fela okkur fyrir Önnu Jóhönnu þar sem að hún verður edrú..(ekki æskilegt.. endaþá man hún ALLT :S) Kannski við barsta hellum hana fulla... ég meina ég geri náttlega aldrei neitt af mér þegar að ég er drukkin... kannski daðra onkupínkulítið annars bara RÓLEG!!

Ég var sko handónýt um helgina. Ætlaði að djamma gegt á föstudaginn en síðan sofnaði mín bara uppí sófa ! ! ! ! og Áslaug líka.. en hún hafði samt forskot á mig... ég var edrú en ekki hún !

Kannski ég ætti að halda áfram að vinna en ég er samt ekki að nenna því... jeii ég er búin að sjá 3 sæta stráka í morgun ííhaa :):):):):) Ætti maður að setja auglýsingu í dagblaðið/fréttablaðið/morgunblaðið og óska eftir að sætir strákar komi í þinglýsingar og skráningardeild hjá sýslumanninum í rvík á milli 11 og 13 alla virka daga.
Alltaf gaman að horfa :)

Jæja ég ætla að fara í mat... skjáumuzt
She-Ra PrinceSS Of EviL ??

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Jæja...Ekkert nýtt

Jæja það er ekkert nýtt af nálinni. Ef svo má að orði komast. En ég er alveg að elska þennan SNJÓ!! Let it snow let it snow. :) þeir meiga samt ryðja göturnar. Ég er ekki búin að sjá neinn svakasætan strák í dag *grátur*
Sem að mér finnst frekar gay ! En var ég búin að minnast á að homminn minn er kominn aftur í bæinn :) Bara kominn með kaddl og læti og það sem að meira er hann er kominn með VINNU.
Það þykir mér bara mest ótrúlegt af öllu.

Skelfilegur morgun marr.... Benzinn minn er BREMZULAUS. En ég er náttla svoddan harðjaxl að ég keyrði í vinnunna... mig hlakkar eigi til að keyra heim :( er að spá að fá mér bílaleigubíl þar til að ég er nú búin að laga þetta skom :) jæja allt að fyllast...
Bless í bili....
Villimeyjan

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Handlagin !!

Jæja það hefur nú ekki mikið gengið á, aðallega það að kjafturinn er ekki að gera sig (endalaus sársauki) púkinn er búinn að vera með brjáálaðan hita og ég kíkti nú á hana Áslaugu og gerðist verktaki fyrir hana. :) Gerði við bakaraofninn hennar og tengdi videoið og lagaði loftnetið hjá henni :) ógó dúleg. Næst á dagskrá er að rífa í sundur grindarrúm og setja saman barnahúsgögn fyrir hana og laga uppþvottavélina. KARLMENN HVAÐ!!
Hehehe well það eru leiðindarbreytingar í vinnunni, var tekin úr aflýsingunum frá Önnu Jóhönnu og færð til í afgreiðsluna og síðan fer í ljósritun. Sem er að vísu fínt, það er að vera í ljósritun þá fæ ég bara að vera með mína pöddu á eyrunum og er alveg í friði !! En það er ein sem að ég er að vinna með sem að mig og fleirum langar að MYRÐA. Ég er mikið að spá að fara tala við efnafræðinginn minn og láta hana redda mér einhverju sem að ég get látið í matinn hennar. En það verður náttlega að hafa rétt áhrif og eyðast úr líkamanum fyrir krufningu :) haaa Ezter geturu ekki reddað mér einhverju?? Jæja dýrin mín stór og smá, hvernig væri nú að ég færi uppí afgreiðslu og hanga á msn :) og horfa á sætu strákana sem að koma þangað, og líta framhjá hinum :P
Kveð að sinni
Villimeyjan

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Saklaus heimsókn

jáhh nei.. það er sko ekkert til sem að heitir saklaus heimsókn til tannlæknis.
Ég fór í mínu sakleysi í dag til tannsa, og hvað haldiði að hún hafi þurft að gera RÍFA ÚR MÉR 3TENNUR OG SKERA OG SKAFA TANNBEINIÐ!!! ég er ýkt aum í kjaftinum marr.. áts.. alveg saumuð í bak og fyrir :S þúst fólk sem að fer til tannlæknis hljóta að vera masókistar ég meina come on eins og núna þá kvaldi hún mig alveg í bak og fyrir síðan þurfti ég að BORGA henni fyrir það. Þótt hún sé ósköp indæl og allt það þá finnst mér helvíti hart að borga nýja bílinn hennar. þúst síðan þarf ég að hitta annann tannsa til að smíða uppí mig !! og það er ennþá dýrara og kvalaminna að vísu en samt!! hér með mótmæli ég gjöldum tannlækna !! anskotans okurbúllur ! ég vil fá BÓNUS tannlækna takk fyrir pent.
jæja ég ætla að fara dópa mig meira upp..
p.s ég er á fljótandi í HEILA VIKU viljiði spá..
Kveðja
Kvalin Villimeyja

í vinnunni

já ég á mér ekkert líf.. ég veit sko allt um það. Mér bara drulluleiðist í þessari vinnu sko.. ekkert nema gamalt fólk og nokkrar ungar.. nema ég held að þessu ungu NÖLDRI almennt meira. Svakastuð eða þannig. En annars er bara gott að frétta "held ég" hef ekki átt neinar svakalega svæsnar fantasíur en það laumast alltaf ein og ein inn.
Síðan þrái ég ekkert heitar en mikinn SNJÓ. Mínum langar að fara á snjóbretti alveg ógisslega mikið ... þrái það heitar en en jáh.. eg veit ekki hvað.. kannski bara kynlíf :O jáh ótrúlegt en satt.. villimeyjan er hætt að vera svona svaðalega obsessed á kynlífi. Held að ég þurfi að fara umgangast Ezter eiginkonuna mína meir en raun ber vitni. En að allt öðru, hvernig veit maður hvort að einhvur gaur sé gay ? ég nebblega held að gaurinn sem að ein vinkona mín er þvílíkt að reyna að hössla sé gay. well, anyhow, alveg brjál að gera... ég er svöng.. en samt ekki.
Jæja löfgfræðinemi kominn ætli marr verði ekki að þykjast vinna þá.. eða nei.. það er EKKERT AÐ GERA...

Hvað skal gera í kveld **HUX** kannski kíkja á drottninguna. Þarf víst að láta Ella fá eitthvað af peningunum sínum. Fyrst svo að ég er með debitkortið hans og aðganginn að heimabankanum *múahahahaha* Im evil.

OMG vitiði hvað benzinn minn er með meiddi, það er sprunga í framrúðunni. *grátur* er samt búin að panta nýja rúðu þarf bara einhvurn til að setja hana í sko :) *blikk*

Var að skoða myndir frá háskólanum nánar tiltekið efnafræðiskor og þar fann ég ansi margar myndir af Eiginkonunni í frekar mörgum glösum :) alltaf jafn sæt.

Ég veit ekki hverju öðru ég get logið að ykkur júts einu sem að er að vísu satt :( ÉG ER MEÐ HEIMÞRÁ. I miss my mommy. :S
Jæja ég er farin í mat..
Kveðja
Villimeyjan