miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Handlagin !!

Jæja það hefur nú ekki mikið gengið á, aðallega það að kjafturinn er ekki að gera sig (endalaus sársauki) púkinn er búinn að vera með brjáálaðan hita og ég kíkti nú á hana Áslaugu og gerðist verktaki fyrir hana. :) Gerði við bakaraofninn hennar og tengdi videoið og lagaði loftnetið hjá henni :) ógó dúleg. Næst á dagskrá er að rífa í sundur grindarrúm og setja saman barnahúsgögn fyrir hana og laga uppþvottavélina. KARLMENN HVAÐ!!
Hehehe well það eru leiðindarbreytingar í vinnunni, var tekin úr aflýsingunum frá Önnu Jóhönnu og færð til í afgreiðsluna og síðan fer í ljósritun. Sem er að vísu fínt, það er að vera í ljósritun þá fæ ég bara að vera með mína pöddu á eyrunum og er alveg í friði !! En það er ein sem að ég er að vinna með sem að mig og fleirum langar að MYRÐA. Ég er mikið að spá að fara tala við efnafræðinginn minn og láta hana redda mér einhverju sem að ég get látið í matinn hennar. En það verður náttlega að hafa rétt áhrif og eyðast úr líkamanum fyrir krufningu :) haaa Ezter geturu ekki reddað mér einhverju?? Jæja dýrin mín stór og smá, hvernig væri nú að ég færi uppí afgreiðslu og hanga á msn :) og horfa á sætu strákana sem að koma þangað, og líta framhjá hinum :P
Kveð að sinni
Villimeyjan